Í byrjun nóvember auglýsti félagið að laust væri til umsóknar starf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar og bárust 30 umsóknir. Capacent sá um ráðningarferlið og bauð ellefu umsækjendum í viðtöl, fimm þeirra voru fengin til að koma í framhaldsviðtal. Að lokum var ákveðið að ráða Svönu Rún Símonardóttur í starfið og mun hún hefja störf.þann 1. janúar nk. Svana er menntaður félagsráðgjafi og hefur síðust þrjú ár unnið við barnavernd í Noregi. Hún er gift Hreiðari Levý Guðmundssyni handboltamanni og eiga þau tvo syni.
Dalrós sem starfað hefur sem ráðgjafi hjá VIRK sagði nýlega upp þar sem hún er að hefja störf hjá Skóladeild
Akureyrarbæjar. Hún mun starfa áfram hjá félaginu þar til nýr ráðgjafi getur hafið störf. Félagið óskar henni
velfarnaðar í nýju starfi.