Þannig lækkaði verð á fötum og skóm um 13% (-0,57% vísitöluáhrif), húsgögn og heimilisbúnaður um 9,3% (-0,14%) og bensín um 3,3% (-0,11%).
Á hinn bóginn hækkar kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns um 0,8% (0,22%) og kostnaður við búsetu um 0,8% (0,13%). Það er því fyrst og fremst hækkun á húsnæði sem drífur verðbólguna um þessar mundir og mælist verðbólga án húsnæðis einungis 0,6%.
Um þessar mundir er það lækkun á verði innfluttra vara og mikil lækkun heimsmarkaðsverðs olíu sem heldur verðbólgu niðri. Þróun innlendra liða hefur ekki hækkað verulega umfram markmið Seðlabankans ef frá er talin þróun á húsnæðisverði. Hún minnir um margt á stöðuna á árunum fyrir hrun þegar erfitt var að koma böndum á þróun húsnæðisverðs. Þá var þróunin hins vegar drifin áfram af aukinni eftirspurn en nú skýrist hún ekki síður af verulegum skorti framboðs í bland við vaxandi eftirspurn og lýðfræðilegar breytingar. Hætta er á því að framhald verði á þróuninni í fyrirsjáanlegri framtíð.