Undanfarna mánuði hefur Starfsgreinasambandið og félög þess unnið hörðum höndum við undirbúning næstu kjarasamninga. Undirbúningurinn hófst formlega síðasta vetur með kjaramálaráðstefnum sem SGS stóð fyrir, en síðan þá hafa félögin, hvert í sínum ranni, haldið undirbúningnum áfram.
Fjölmargir fundir hafa verið haldnir, kannanir gerðar og nú að undanförnu hafa félögin verið að móta sínar kröfugerðir fyrir komandi samninga. Alls hafa 16 félög innan Starfsgreinasambandsins skilað inn samningsumboði til sambandsins sem og kröfugerðum. Í lok vikunnar mun samninganefnd SGS koma saman á tveggja daga fundi og móta sameiginlega kröfugerð sem verður í framhaldinu lögð fyrir Samtök atvinnulífsins.
Alls eru 19 stéttarfélög innan raða SGS. Félögin þrjú sem mynda Flóabandalagið; Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, eru þau félög sem ekki hafa falið Starfsgreinasambandinu samningsumboð.
Félögin sem veitt hafa Starfsgreinasambandinu samningsumboð fyrir komandi kjarasamninga eru: