15 ára afmæli SGS

Á morgun, þann 13. október, fagnar Starfsgreinasamband Íslands fimmtán ára afmæli sínu. Blásið verður til málþings á Hotel Natura klukkan eitt á afmælisdaginn, þar verður litið yfir farinn veg og spáð í framtíðina. Um kvöldið munu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS ásamt gestum fagna með hátíðarkvöldverði. Fimmta reglulega þing SGS hefst svo þann 14. október og stendur í tvo daga. Á dagskrá verða hefðbundin þingstörf.

Dagskrá málþingsins er sem hér segir:

  1. Fortíðin – Saga og skipulag, Starfsgreinasambandið og forverar þess: Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur og höfundur sögu ASÍ
  1. Nútíminn – Nútímaleg risaeðla: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir  fréttakona
  1. Söngur: Hallveig Rúnarsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir

Kaffihlé

  1. Framtíðin – Hver verður framtíð ungs fólks í verkalýðs- og stéttarfélagsmálum: Eiríkur Þór Theódórsson og Skúli Guðmundsson, fulltrúar ASÍ – UNG
  1. Pallborðsumræður: með þátttöku fyrirlesara og Kristjáns Bragasonar framkvæmdastjóra NU-HRCT

Fundarstjóri: Drífa Snædal