Á morgun, þann 13. október, fagnar Starfsgreinasamband Íslands fimmtán ára afmæli sínu. Blásið verður til málþings á Hotel Natura klukkan eitt á afmælisdaginn, þar verður litið yfir farinn veg og spáð í framtíðina. Um kvöldið munu fulltrúar frá aðildarfélögum SGS ásamt gestum fagna með hátíðarkvöldverði. Fimmta reglulega þing SGS hefst svo þann 14. október og stendur í tvo daga. Á dagskrá verða hefðbundin þingstörf.
Dagskrá málþingsins er sem hér segir:
Kaffihlé
Fundarstjóri: Drífa Snædal