1. maí – Sýnum samstöðu, tökum þátt

Félagið vill minna á dagskrá í tilefni 1. maí á Akureyri og í Fjallabyggð. Sýnum samstöðu og tökum þátt í hátíðarhöldunum á morgun.

Hátíðarhöld á Akureyri 1. maí 2014

Kröfuganga
   Kl. 13:30 Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
   kl. 14:00 Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar 

Hátíðardagskrá á Ráðhústorgi að lokinni kröfugöngu
   Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna
      Helgi Jónsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands
   Aðalræða dagsins
      Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
   Skemmtidagskrá
      Eyþór Ingi Gunnlaugsson
      Jónas Þór Jónasson
      Skralli trúður

Kaffiveitingar að lokinni dagskrá

1. maípennar verða seldir í tilefni dagsins.


Dagskrá 1. maí 2014 í Fjallabyggð

Dagskrá verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 15:00 til 17:30

Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna
   Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju

Kaffiveitingar

1. maípennar verða seldir í tilefni dagsins.