„Rafræna kosningin er ekki flókin“

„Já, ég er búin að kjósa, gerði það strax á mánudaginn,“ segir Kolfinna Haraldsdóttir sem starfar hjá Lostæti á Akureyri. „Ég var búin að gera upp minn hug, þannig að ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Rafræna kosningin er einföld, þannig að þetta var ekki mikið mál eða flókið.“

Hún hvetur fólk til að kjósa sem fyrst, ekki bíða fram á síðasta dag.

„Vonandi verður þátttaka í kosningunum góð, það er nauðsynlegt að sem flestir taki afstöðu. Mér finnst krafa Starfsgreinasambandins sanngjörn, það hreinlega getur ekki verið að allt fari á hausin í þjóðfélaginu með því að hækka lægstu launin. Samninganefndin þarf að finna fyrir stuðningi sem flestra félagsmanna, þess vegna er er mikilvægt að þátttakan í kosningunum verði góð. Auðvitað vill enginn fara í verkfall, þannig að ég vona að samið verði áður en til þeirra kemur,“ segir Kolfinna.