Á öllum vinnustöðum þar sem starfa fleiri en 5 starfsmenn á að vera trúnaðarmaður starfandi.
Ef það eru fleiri en 50 starfsmenn má kjósa tvo trúnaðarmenn.
Ef vinnustaðurinn kýs ekki trúnaðarmann getur stéttarfélagið tilnefnt trúnaðarmann.
Trúnaðarmaður er ekki kosinn lengur en til tveggja ára í senn.
Ef það er ekki trúnaðarmaður á þínum vinnustað hafðu þá samband við skrifstofu Einingar-Iðju og við setjum upp kosningu til að kjósa trúnaðarmann. Tryggvi varaformaður heldur utan um trúnaðarmannakerfi félagsins, tryggvi@ein.is