Útilegukortið

Sumarið 2019 býður Eining-Iðja félagsmönnum enn og aftur upp á að kaupa Útilegukortið. Fullt verð er kr. 19.900 en verð til félagsmanna er kr. 13.000. 

Með því að kaupa kortið hjá félaginu geta félagsmenn því sparað verulega. Kortið veitir tveimur fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á 39 tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.

Korthafar verða því að framvísa kortinu fyrir hverja nótt sem gist er á tjaldstæðinu og verður þá ein gistinótt strikuð út hverju sinni. Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæðin eru opin. 

Ath! gistináttaskattur er ekki innifalinn í Útilegukortinu.