Atkvæðagreiðsla um nýjan samning við SA hefst kl. 12 - Tökum þátt!

Félagsmenn sem starfa á almenna markaðinum athugið. Kl. 12:00 í dag hefst rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan fer fram inn á Mínum síðum félagsins, nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil til að skrá sig þar inn.

Kl. 12:00 í dag birtist á Mínum síðum hlekkur á atkvæðagreiðsluna, þ.e. hjá félagsmönnum sem starfa á almenna markaðinum og eru undir þessum samningi. Undir hnappinum má finna kjarasamninginn, kynningarefni um hann og kjörseðil. Hlekkurinn er einkvæmur, þegar félagsmaður hefur greitt atkvæði getur hann ekki farið aftur í atkvæðagreiðsluna.

Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 12 á hádegi mánudaginn 19. desember nk.

Ef þú starfar á almenna markaðinum en finnur ekkert um atkvæðagreiðsluna á þínum Mínum síðum hafðu þá samband við Arnór Sigmarsson, formann kjörnefndar, í síma 460 3600 eða arnor@ein.is 

ATHUGIÐ! Hlekkurinn sem vísar á atkvæðagreiðsluna mun ekki birtast á Mínum síðum fyrr en atkvæðagreiðslan hefst!

Hér má skoða kynningarefni um samninginn, m.a. með nokkrum dæmum um hækkanir eftir starfsheitum. enska - pólska

Launahækkanir sem eru í samningnum eru bundnar því að félagsmenn greiði atkvæði um samninginn og samþykki hann. Að öðrum kosti koma þær ekki til framkvæmda frá og með 1. nóvember sl.

Fimm kynningarfundir í næstu viku

Félagið mun kynna nýjan kjarasamning SGS við Samtök atvinnulífsins á fimm fundum dagana 12., 13. og 14. desember 2022. 

Sýnum ábyrga afstöðu! Mætum og kynnum okkur samninginn áður en við greiðum atkvæði um hann.

Hér má skoða kynningarefni um nýja samninginn, m.a. með nokkrum dæmum um hækkanir eftir starfsheitum.

  • Mánudagur 12. desember 2022
         >  Fjallabyggð: Á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24b kl. 20:00.

  • Þriðjudagur 13. desember 2022
         >  Hrísey: Á veitingastaðnum Verbúðinni kl. 17:00
         >  Dalvík: Í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju kl. 20:00 

  • Miðvikudagur 14. desember
         >  Grenivík: Á veitingastaðnum Kontórnum kl. 17:00 
         >  Akureyri: Í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins, Skipagötu 14, kl. 20:00

ATHUGIÐ! Þessir fundir eru fyrir félagsmenn sem starfa á almenna markaðinum, ekki er búið að semja fyrir þá sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum.