Launa- og þjónustukönnun - punktar


Í október og nóvember sl. framkvæmdi Capacent Gallup launa- og þjónustukönnun fyrir Einingu-Iðju, í samstarfi við AFL starfsgreinafélag. Könnunin byggir á svörum 904 félagsmanna en 1.500 manns voru í úrtakinu og var því svarhlutfall 63,4%, sem er mun betri þátttaka en í könnun sem gerð var árið 2011.

Könnunina í heild má finna hér

Samkvæmt könnuninni hafa heildarlaun félagsmanna hækkað um 5,2% á milli ára og dagvinnulaun um 6,4% á sama tíma. Tæp 56% svarenda sögðust hafa nýtt sér einhverja þjónustu hjá félaginu undanfarna 12 mánuði. 91,5 % sögðust vera sáttir eða hvorki né er spurt var hvort viðkomandi væri sáttur eða ósáttur við Einingu-Iðju og rúm 95% merktu við ánægður eða hvorki né er spurt var hversu ánægður eða óánægður ertu með þjónustu Einingar-Iðju þegar á heildina væri litið. Þetta eru aðeins betri niðurstöður en í sambærilegri könnun sem framkvæmd var 2011.

Hringt var í félagsmenn og þeim boðið að taka þátt í könnuninni á netinu eða í síma. 83% svarenda í Einingu-Iðju svöruðu á netinu og 17% í síma. 45% svarenda voru karlar en 55% konur. Rúmlega 27% svarenda voru undir 25 ára aldri, um 19% voru á aldrinum 25-34 ára, tæplega 17% voru á aldrinum 35-44 ára, um 20% á aldrinum 45-54 ára og 18% voru 55 ára eða eldri.

Meðaltekjur félagsmanna eru um kr. 328.000
Samkvæmt. könnuninni eru meðalheildarlaun félagsmanna kr. 327.979. Í marktækum svarhópum eru heildarlaun hæst í flokknum annað eða kr. 447.000 og síðan meðal bílstjórar/lager-/tækjastarfsmenn eða kr. 362.000. Lægstu meðalheildarlaun eru í ræstingar/skólaliðar/leiðbeinendur eða kr. 281.000 og síðan kr. 288.000 í mötuneyti/veitingastörf.

Launamunur kynjanna
Könnunin leiddi í ljós að á meðal fólks í 100% starfshlutfalli eru konur að jafnaði með tæplega 18% lægri heildarlaun en karlar. Meðalheildargreiðslur karla voru rúmar 361 þúsund krónur, en meðalheildargreiðslur kvenna tæpar 298 þúsund krónur.
Að teknu tilliti til aldurs, aldurs í öðru veldi, menntunar, starfs, vinnufyrirkomulags (dagvinna/vaktavinna) og fjölda vinnustunda minnkaði munur á heildarlaunum í 3,9 % (vikmörk +/- 7,9%) Því er með 95% vissu hægt að segja að meðal fólks á sama aldri, í sömu starfsgrein, með sama vinnufyrirkomulag og vinnur sama fjölda vinnustunda séu konur með á bilinu 11,8% lægri til 4% hærri heildarlaun heldur en karlar. Þetta þýðir í raun að það er ekki hægt að fullyrða að það sé til staðar neinn kynbundinn launamunur.

Árið 2011 mældist kynbundinn launamunur 7,4% (vikmörk +/- 7,9%) að teknu tilliti til aldurs, aldurs í öðru veldi, starfs, vinnufyrirkomulags (dagvinna/vaktavinna) og fjölda vinnustunda. Menntun hafði ekki marktæk áhrif á mun á heildarlaunum kynjanna árið 2011 en hefur það nú.

Athugið að meðaltal er ekki birt nema það samanstandi af 8 eða fleiri svarendum.

Einungis eru birt svör þeirra sem voru í 70% starfshlutfalli eða hærra Laun sem voru í 70% s t arfs hlut falli eða hærra. Laun þeirra sem voru í 70-99% starfshlutfalli eru uppreiknuð miðað við 100% starfshlutfall.

Helstu niðurstöður

  • 91,5 % sögðust vera sáttir eða hvorki né er spurt var hvort viðkomandi væri sáttur eða ósáttur við Einingu-Iðju og rúm 95% merktu við ánægður eða hvorki né er spurt var hversu ánægður eða óánægður ertu með þjónustu Einingar-Iðju þegar á heildina væri litið. Þetta eru aðeins betri niðurstöður en í sambærilegri könnun sem framkvæmd var árið 2011.
  • Tæp 56% svarenda sögðust hafa nýtt sér einhverja þjónustu hjá félaginu undanfarna 12 mánuði.
  • Að meðaltali unnu svarendur 183,3 klst. á mánuði í sínu aðalstarfi, sem er tæpum þremur stundum minna en 2011. Þó eru 42,4%, eða 4,3% fleiri nú sem segjast vinna 181 klst. eða fleiri og 4,5% færri sem vinna á bilinu 161-180 klst. eða 33,2%. Nákvæmlega jafnmargir og í fyrra, eða 24,3% svarenda, segjast vinna 160 eða færri klst.
  • Hvað varðar heildarlaun svarenda þá voru þau að meðaltali kr. 327.979 í ár miðað við kr. 311.919 síðast. 35% eru með 350.000 eða hærra, sem er fjölgun um 5,4% frá 2011. 39,5% eru með á bilinu 250-349.000, sem er fækkun um 0,9%. 25,5% eru með laun 249.000 eða lægra og er það fækkun um 4,4% frá því síðast.
  • Ef meðal heildarlaun svarenda eru skoðuð milli kynja, þá eru karlmenn með kr. 358.860 en konurnar eru með kr. 296.359. 
  • Meðal heildarlaun eru lægri á Akureyri en á öðrum svæðum í firðinum. Á Akureyri eru þau kr. 321.332 en ef hinir staðirnir eru teknir saman þá eru þau rúmlega kr. 351.000.
  • Í marktækum svarhópum eru heildarlaun hæst í flokknum annað eða kr. 447.000 og síðan meðal bílstjórar/lager-/tækjastarfsmenn eða kr. 362.000. Lægstu meðalheildarlaun eru í ræstingar/skólaliðar/leiðbeinendur eða kr. 281.000 og síðan kr. 288.000 í mötuneyti/veitingastörf. 
  • Dagvinnulaunin hafa einnig aukist. Nú eru þau að meðaltali kr. 246.710 miðað við kr. 231.861 árið 2011. Aðeins 10% eru í flokknum 199.000 eða lægra en síðast sögðust 23,1% tilheyra þeim flokki. Mun fleira eru á bilinu kr. 200-249.000 nú en síðast, eða 57,4% samanborið við 35,8%. Einnig eru nú mun fleiri í í efsta tekjuflokknum, þ.e. 250.000 og hærra, eða 32,5% miðað við 18,5%.
  • Kynbundinn launamunur á heildarlaunum hefur minnkað frá síðustu könnun úr 7,4% í 3,9% nú en kynbundinn launamunur á dagvinnulaunum hefur hækkað úr 3,2% í 10,3% nú.
  • Könnunin leiddi í ljós að á meðal fólks í 100% starfshlutfalli eru konur að jafnaði með tæplega 18% lægri heildarlaun en karlar. Meðalheildargreiðslur karla voru rúmar 361 þúsund krónur, en meðalheildargreiðslur kvenna tæpar 298 þúsund krónur. Að teknu tilliti til aldurs, aldurs í öðru veldi, menntunar, starfs, vinnufyrirkomulags (dagvinna/vaktavinna) og fjölda vinnustunda minnkaði munur á heildarlaunum í 3,9 % (vikmörk +/- 7,9%) Því er með 95% vissu hægt að segja að meðal fólks á sama aldri, í sömu starfsgrein, með sama vinnufyrirkomulag og vinnur sama fjölda vinnustunda séu konur með á bilinu 11,8% lægri til 4% hærri heildarlaun heldur en karlar. Þetta þýðir í raun að það er ekki hægt að fullyrða að það sé til staðar neinn kynbundinn launamunur. Árið 2011 mældist kynbundinn launamunur 7,4% (vikmörk +/- 7,9%) að teknu tilliti til aldurs, aldurs í öðru veldi, starfs, vinnufyrirkomulags (dagvinna/vaktavinna) og fjölda vinnustunda. Menntun hafði ekki marktæk áhrif á mun á heildarlaunum kynjanna árið 2011 en hefur það nú.
  • 25,8% segjast vera sátt með laun sín en tæp 49% eru ósátt.
  • Þeir sem eru með atvinnu voru spurðir hvort viðkomandi hefði verið án atvinnu í mánuð eða lengur á sl. tveimur árum og svöruðu 20,6% því játandi. Þetta er aukning um rúm 3% frá því 2011.
  • Það kemur verulega á óvart og þarf að skoða nánar að tæplega 38% þeirra sem svara segjast ekki hafa fengið taxtahækkun, prósentuhækkun, aðra launahækkun eða einhverja kjarasamningsbunda hækkun í kjölfar síðustu samninga. Ef þetta er skoðað í tengslum við aldur viðkomandi þá segjast 57% þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára ekkert hafa fengið og 44% þeirra sem eru 55 ára eða eldri. Þeir sem segjast ekkert hafa fengið í aldurshópunum þar á milli eru á bilinu 25-38%.
  • 21,3% segjast hafa fengið á síðastliðnum 12 mánuðum fengið greiddan bónus, aukagreiðslu eða aðrar uppbætur umfram kjarasamninga. 
  • 58,6% finnst álag sitt í vinnunni hafa aukist á síðustu mánuðum, sem er aukning um 3,4% frá árinu 2011. 51% karla og 64% kvenna finnst álagið hafi aukist. 78% þeirra sem eru í umönnunarstörfum segja að álagið hafi aukist, 68% þeirra sem vinna sem bílstjórar, á lager eða tækjastjórar og 63% þeirra sem starfa við ræstingar, eru skólaliðar eða leiðbeinendur.
  • Þegar spurt er um starfsöryggi telja 66% svarenda að þeir búi við mikið starfsöruggi, en rúmlega 11% telja að starfsöryggi þeirra sé lítið. Tæp 42% hafa miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni. Þessar niðurstöður eru mjög svipaðar og í síðustu könnun. Þegar spurt er um helstu ástæðu þess að viðkomandi hafi miklar áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni sést að miklar breytingar hafa orðið frá síðustu könnun. Nú segjast rúm 47% ástæðuna vera lág laun miðað við rúm 72% síðast. Tæp 22% nefna nú hækkandi verðlag miðað við tæp 43%. Tæp 10% nefna hækkun lána, tæp 9% skuldir og 8,6% nefna mögulegan atvinnumissi.
  • Rúm 57% búa nú í eigin húsnæði miðað við rúm 64% árið 2011 og rúm 16% búa í foreldrahúsum miðað við tæp 10% síðast, en hafa ber í huga að rúmlega 27% svarenda eru 25 ára og yngri.
  • Í könnuninni var spurt hvort viðkomandi hafi áhuga á að efla sér menntunar á framhaldsskólastigi ef sérstök námskeið yrðu sniðin að fólki á vinnumarkaði. Tæp 51% svarenda segjast hafa mikinn áhuga á slíku.