Lágmarkstekjur fyrir fullt starf - kr. 260.000

Vert er að vekja athygli félagsmanna á eftirfarandi punktum varðandi lágmarkstekjur

  • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf - kr. 260.000
  • Fyrir dagvinu og allar bónus-, álags- og aukagreiðslur
  • Miðað við 173,33 tíma á mánuði eða 40 stundir á viku
  • Greiða skal uppbót á laun þeirra sem ná ekki kr. 260.000 fyrir dagvinnu
    • DÆMI: Ef taxtinn er kr. 246.00 og viðkomandi fær engar aukagreiðslur, sem taldar eru upp hér að ofan, skal greiða kr. 14.000 uppbót á launin
Með vísan í samning milli ASÍ og SA um réttindi hlutavinnustarfsmanna þá eiga þeir jafnframt rétt á lámarkstekjutryggingu í samræmi við starfshlutfall. Þar sem taxtar eru í einhverjum tilfellum lægri en lámarkstekjutrygging skal það bætt með eftirfarandi hætti:
Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til launa í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Laun fyrir vinnu umfram 173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu sambandi.
 
  • Lágmarkstekjur frá 1. maí 2017 verða kr. 280.000 á mánuði 
  • Lágmarkstekjur frá 1. maí 2018 verða kr. 300.000 á mánuði 
  • Almenni markaðurinn:
    • Fyrir þá sem eru 18 ára og eldri og hafa starfað a.m.k. sex mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir)
  • Ríki og sveitarfélög:
    • Fyrir þá sem eru 18 ára og eldri og hafa starfað a.m.k. fjóra mánuði samfellt hjá sömu stofnun