Kjörfundur 4. og 5. mars

Minnum á að kosning um nýjan samning við Samtök atvinnulífsins fer fram á kjörfundi sem stendur yfir dagana 4. og 5. mars nk., þ.e. þriðjudag og miðvikudag í þessari viku. Kjörfundur verður á sjö stöðum á félagssvæðinu, þ.e. Akureyri, Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði, Siglufirði, Hrísey, Grenivík og Grímsey.

Talning fer fram 6. mars, en úrslit á að tilkynna Ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins fyrir kl. 12:00 þann 7. mars nk.

Í síðustu viku var sendur kynningarbæklingur á alla félagsmenn sem starfa á almenna markaðinum. Í honum er farið yfir helstu atriði þessa nýja samnings og hvað þessar breytingar þýða fyrir félagsmenn ef hann verður samþykktur. Bæklingurinn er á íslensku, ensku og pólsku.

Nánar um kjörfundi á hverjum stað dagana 4. og 5. mars:

  • Akureyri: Skrifstofa félagsins milli kl. 8 og 20
  • Dalvík: Skrifstofa félagsins milli kl. 9 og 17
  • Grenivík: Hjá Róbert svæðisfulltrúa milli kl. 9 og 17
  • Grímsey: Hjá Önnu Maríu Sigvaldadóttur milli kl. 9 og 17
  • Hrísey: Hjá Guðrúnu svæðisfulltrúa milli kl. 9 og 17
  • Ólafsfjörður: Skrifstofa Sjómannafélags Ólafsfjarðar milli kl. 9 og 17
  • Siglufjörður: Skrifstofa félagsins milli kl. 9 og 17