Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins - helstu atriði

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Hér má sjá helstu atriði á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku.
 

Rafræn atkvæðagreiðsla mun fara fram á ,,Mínum síðum félagsins.” Atkvæðagreiðsla hefst kl. 12 föstudaginn 9. desember og lýkur kl. 12 á hádegi mánudaginn 19. desember. ATHUGIÐ! Hlekkurinn sem vísar á atkvæðagreiðsluna mun ekki birtast þar inni fyrr en atkvæðagreiðslan hefst!

Félagið mun kynna nýja samninginn á fimm fundum dagana 12., 13. og 14. desember 2022.