Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við SA stendur nú yfir

Félagsmenn sem starfa á almenna markaðinum athugið. Kl. 12:00 föstudaginn 9. desember 2022 hófst rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan fer fram inn á Mínum síðum félagsins, nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil til að skrá sig þar inn.

Á auglýstum tíma (þ.e. kl. 12:00) birtist á Mínum síðum hlekkur á atkvæðagreiðsluna hjá félagsmönnum sem starfa á almenna markaðinum og eru undir þessum samningi. Undir hnappinum má finna kjarasamninginn, kynningarefni um hann og kjörseðil. Hlekkurinn er einkvæmur, þegar félagsmaður hefur greitt atkvæði getur hann ekki farið aftur í atkvæðagreiðsluna.

Atkvæðagreiðslu lýkur kl. 12 á hádegi mánudaginn 19. desember 2022.

Ef þú starfar á almenna markaðinum en finnur ekkert um atkvæðagreiðsluna á þínum Mínum síðum hafðu þá samband við Arnór Sigmarsson, formann kjörnefndar, í síma 460 3600 eða arnor@ein.is 

ATHUGIÐ! Hlekkurinn sem vísar á atkvæðagreiðsluna mun ekki birtast á Mínum síðum fyrr en atkvæðagreiðslan hefst!

Launahækkanir sem eru í samningnum eru bundnar því að félagsmenn greiði atkvæði um samninginn og samþykki hann. Að öðrum kosti koma þær ekki til framkvæmda frá og með 1. nóvember sl.