Næstu trúnaðarmannanámskeið

Vert er að benda trúnaðarmönnum félagsins á að á næstunni verða nokkur trúnaðarmannanámskeið, bæði í sal Einingar-Iðju á Akureyri og rafrænt á netinu. 

Rafræn námskeið

  • 5. apríl 2024 milli kl. 9 og 12 | Vinnuréttur
  • 15. apríl 2024 milli kl. 9 og 12 | Vinnueftirlit/vinnuvernd
  • 24. apríl 2024 milli kl. 9 og 12 | Almannatryggingar og lífeyrissjóðir

Í sal félagsins á Akureyri

  • 2. maí 2024 milli kl. 9 og 14 | Að koma máli sínu á framfæri
  • 3. maí 2024 milli kl. 9 og 14 | Samningatækni

Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.

Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Sex námskeiðanna eru kenndir í fjarnámi en hin sex í staðnámi. Staðnám verður nú tveir dagar í senn (í stað þriggja daga áður), en hvor dagur er eitt námskeið. Það þarf að skrá sig á báða dagana ef viðkomandi trúnaðarmaður ætlar að sitja bæði námskeiðin.

Sjá nánar um trúnaðarmenn og næstu námskeið hér